Svefnpurkusöngur

Svefnpurkusöngur
(Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson)

Dagurinn á enda er
öll við skulum hvílast hér,
fljúgum saman inn í dýrleg draumalönd.

Blessuð nóttin hlý og hljóð
hvíslar okkur vögguljóð,
breiðir yfir verur allar verndarhönd.

Það er gott að mega kúra sínum kæru vinum hjá
þegar kvölda fer og sígur svefn á brá.
Það er ekkert betra en leggjast þreyttur í sitt litla ból
ef hjá ljúfum vinum áttu öruggt skjól
– ef hjá vinum þínum áttu öruggt skjól.

Sussu bía bambaló
bráðum ríkir kyrrð og ró,
draumar bíða út við svefnsins sjónarrönd.

Það er gott að mega hjúfra sig og liggja hlið við hlið
þegar húma fer og hvíla lúin bein.
Loka augunum og svífa inn á draumsins undrasvið
þar sem enginn getur unnið okkur mein
– nei ekki nokkur getur unnið okkur mein.

La, la, la…

[af plötunni Vökuland: ævintýri fyrir börn – ýmsir]