Afmælisbörn 25. nóvember 2022

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi:

Gítarleikarinn og flugvirkinn Garðar Karlsson (f. 1942) hefði átt afmæli í dag en hann lék með nokkrum fjölda hljómsveita hér fyrrum, þeirra á meðal má nefna Hljómsveit Svavars Gests, Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Hljómsveit Elfars Berg, Thaliu, City sextett, Diskó sextett, Stuðbandið, Klappað og klárt og Hljómsveit Finns Eydal en auk þess lék hann inn á fjölda hljómplatna. Garðar lést árið 2011.

Þá hefði Sigurgeir Jónsson organisti og kórstjórnandi einnig átt afmæli á þessum degi en hann fæddist 1866 og lést árið 1954. Sigurgeir var framámaður í sönglífi Norðlendinga, fyrst Þingeyinga og síðan Akureyringa en hann stjórnaði nokkrum kórum á svæðinu s.s. Söngfélaginu Tíbrá og Söngfélagi I.O.G.T. Þá var Sigurgeir jafnframt organisti og kórstjórnandi við Akureyrarkirkju, fékk við söngkennslu og annaðist hljóðfæraviðgerðir svo dæmi séu tekin.

Vissir þú að djassklúbburinn Múlinn hefur verið starfandi síðan 1997?