Stúdíó Stjarna [útgáfufyrirtæki] (1985-89)

Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson stofnaði og starfrækti um fimm ára skeið á níunda áratug liðinnar aldar (1985-89) lítið útgáfufyrirtæki sem hann kallaði Stúdíó Stjarna en fimm plötur hans komu út undir útgáfumerkinu.

Gylfi var á þeim tíma með heimahljóðver þar sem efnið var tekið upp en hann annaðist mest alla vinnuna við útgáfuna sjálfur, hannaði plötuumslög, sá um dreifingu, auglýsingar, sölu o.s.frv. Síðar hætti hann að nota Stjörnu-nafnið og gaf plötur sínar út í eigin nafni.