Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Hvolsvelli (1973-75)

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Hvolsvelli

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Hvolsvelli starfaði af því er virðist tvo vetur um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, frá hausti 1973 til vors 1975 undir stjórn hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Friðriks Guðna Þórleifssonar sem þá höfðu nýverið komið til starfa sem tónlistarkennarar á Hvolsvelli. Þau stofnuðu um líkt leyti Barnakór Hvolsskóla en kórarnir tveir voru eins konar forverar og uppistaðan síðar í Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga sem þau veittu forstöðu.

Stúlknakórinn söng á nokkrum tónleikum í heimabyggð meðan hann starfaði.