Stúlknakór Hallgrímskirkju [1] (1970)

Árið 1970 var starfræktur barnakór við Hallgrímskirkjusókn sem gekk undir nafninu Stúlknakór Hallgrímskirkju en stjórnandi kórsins var Haukur Ágústsson.

Þessi kór, sem varð ekki langlífur, söng eitthvað við kirkjulegar athafnir í Hallgrímskirkju sem þá var í byggingu en messað var í kjallara kórs hússins á þeim tíma, þá kom kórinn fram í Stundinni okkar í Sjónvarpinu einnig.