Stúlknakór Raufarhafnar (1945-48)

Stúlknakór var starfræktur á Raufarhöfn á síðari hluta fimmta áratugar síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1945 til 48 en hugsanlega var hann starfandi lengur.

Kórinn bar nafnið Stúlknakór Raufarhafnar en meðal fólks gekk hann undir nafninu Kolbrúnarkórinn, eftir stofnanda kórsins og stjórnanda sem hét Kolbrún en ekki liggur fyrir fullt nafn hennar.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þennan stúlknakór, stærð hans, starfstíma og fleira.