Óskað er eftir upplýsingum um stúlknakór sem starfaði innan K.F.U.K. (Kristilegs félags ungra kvenna) í Vestmannaeyjum snemma á sjötta áratug síðustu aldar.
Fyrir liggur að kórinn starfaði árið 1951 en engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór, s.s. hversu lengi hann starfaði eða hver stjórnaði honum.