Tónlistarfólk sem lést á árinu 2022

Það er við hæfi um áramót að minnast þeirra sem féllu frá á árinu en hér má líta lista tónlistarfólks sem lést á árinu 2022 og kom að íslensku tónlistarlífi og -sögu með mismiklum og ólíkum hætti.

Aðalsteinn Ísfjörð (1947-2022) – harmonikkuleikari
Anna Guðný Guðmundsdóttir (1958-2022) – píanóleikari
Ásgeir Jónsson (1962-2022) – söngvari (Baraflokkurinn o.fl.)
Bobby Harrison (1939-2022) – tónlistarmaður
Ellert Karlsson (1944-2022) – lúðrasveitastjórnandi og trompetleikari
Erla Þorsteinsdóttir (1933-2022) – söngkona
Gísli Ferdinandsson (1927-2022) – flautuleikari

 

Guðjón Ingi Sigurðsson (1936-2022) – trommuleikari (Orion, hljómsveit Gunnars Ormslev o.fl.)
Guðjón Weihe (1945-2022) –  laga- og textahöfundur (m.a. þjóðhátíðarlög)
Guðmar Marelsson (1945-2022) – trommuleikari (Rondó, Sextett Ólafs Gauks o.fl.)
Guðrún Tómasdóttir (1925-2022) – söngkona
Hallberg Svavarsson (1956-2022) – bassaleikari (Pónik, Birta, Cogito o.fl.)
Hallbjörn Hjartarson (1935-2022) – kántrítónlistarmaður
Ingvar Lundberg (1966-2022) – hljómborðsleikari (Súellen, Smass o.fl.)
Ingveldur Hjaltested (1934-2022) – söngkona
Jón Hjörleifur Jónsson (1923-2022) – tenórsöngvari
Leifur Hauksson (1951-2022) – tónlistar- og fjölmiðlamaður
Samúel Einarsson (1948-2022) – bassaleikari (BG og Ingibjörg, Sexmenn, Öx o.fl.)
Stefán Sigurjónsson (1954-2022) – lúðrasveitastjórnandi, klarinettu- og saxófónleikari
Svavar Pétur Eysteinsson „Prins Póló“ (1977-2022) – tónlistarmaður
Wilma Young (1957-2022) – fiðluleikari
Þorri Jóhannsson (1963-2022) – skáld og tónlistarmaður (Exem, Inferno 5 o.fl.)
Þorsteinn Magnússon „Stanya“ (1955-2022) – gítarleikari (Frakkar, Þeyr, o.fl.)
Þorvaldur Jónsson (1931-2022) – harmonikkuleikari
Þuríður Pálsdóttir (1927-2022) – söngkona