Afmælisbörn 17. desember 2022

Sólveig Matthildur

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á lista Glatkistunnar í dag:

Tónlistarkonan Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir er tuttugu og átta ára gömul á þessum degi. Hún er hljómborðsleikari í hljómsveitinni Kælunni miklu sem sigraði Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2013 og hefur einnig gefið út nokkrar breiðskífur, Sólveig hefur einnig sjálf sent frá sér sólóplötur og fjölda smáskífna þrátt fyrir ungan aldur.

Ágúst Ragnarsson tónlistarmaður á stórafmæli í dag en hann fagnar sjötugs afmæli. Ágúst hefur sent frá sér sólóefni og plötu í samstarfi við bróður sinn undir nafninu Jarðlingar en fáir hafa líklega starfað með jafn mörgum hljómsveitum og Ágúst, hér eru nefndar fáeinar af handahófi: Start, Fánar, Dansbandið, Flashback, Bendix, Deildarbungubræður, Foss, Freeport, Rockola, Sálin, Landshornarokkarar, Ópera og Friður.

Vissir þú að hljómsveitin Pónik lék inn á jólaplötu Kristínar Lilliendahl sem kom út 1976?