Volvo (1989)

Hljómsveitin Volvo kom frá Kirkjubæjarklaustri og starfaði árið 1989.

Sveitin var stofnuð um vorið en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði, flestir meðlima hennar höfðu áður verið í hljómsveitinni Hope en þeir voru Hjörtur Freyr Vigfússon, Jón Geir Birgisson, Frosti Jónsson og Guðni Már Sveinsson, einnig gæti Valdimar Steinar Einarsson hafa verið í sveitinni en engar upplýsingar liggja fyrir um hljóðfæraskipan hennar. Sami mannskapur mun líklega hafa starfað undir nafninu Væringjar síðar.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.