Andlát – Ingibjörg Þorbergs (1927-2019)
Ingibjörg Þorbergs er látin, á nítugasta og öðru aldursári. Ingibjörg var fyrst og fremst tónskáld og mörg laga hennar hafa orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna jólalagið Hin fyrstu jól sem fyrir löngu er orðið sígilt, þá þekkja allir Aravísur, Litli vin, Pabbi minn og Nú ertu þriggja ára og ekki má gleyma laginu…