Vorboðinn (1947-)
Vorboðinn er líkast til með elstu starfandi kórum á landsbyggðinni en ekki liggur þó fyrir hvort hann hefur starfað samfleytt allan tímann frá árinu 1947 þegar hann var settur á laggirnar. Kórinn var reyndar ekki stofnaður formlega fyrr en í janúar 1948 en aðal hvatamenn að stofnun hans voru hjónin Magnús Rögnvaldsson og Elísabet Guðmundsdóttir…