Vorboðar (1985-)

Vorboðar á upphafsárum sínum

Í Mosfellsbæ hefur verið starfandi blandaður kór eldri borgara um árabil undir nafninu Vorboðar, einnig stundum nefndur Vorboðinn.

Tvennar sögur fara af því hvenær kórinn var stofnaður, heimildir segja ýmist 1989 eða 90 en líklega er fyrrnefnda ártalið réttara.

Í upphafi voru um tuttugu manns í Vorboðanum en hann skipa líklega hin síðari ár um sextíu manns, Páll Helgason stjórnaði honum í byrjun og allt til ársins 2016 en síðan tók Hrönn Helgadóttir við honum og hefur verið stjórnandi Vorboða síðan.  Hugsanlega gæti Guðrún Tómasdóttir hafa komið við sögu hans einnig.