Tópas (1968-70)

Tópas um 1970

Ekki er alveg ljóst nákvæmlega hvenær hljómsveitin Tópas á Kirkjubæjarklaustri starfaði en það var hugsanlega á löngu tímabili, og jafnvel með hléum, staðfest er þó að hún var starfandi að minnsta kosti á árunum 1968-70..

Meðlimir sveitarinnar á fyrrgreindum tíma voru hljómsveitarstjórinn Bjarni Jón Matthíasson bassa- og sólógítarleikari, Pálmi Sveinsson gítar- og bassaleikari, Gunnar Þór Jónsson orgel- og gítarleikari og Einar Andrésson trommuleikari. Allir sungu þeir félagarnir nema Pálmi.