Tópas (?)

Ekki er ljóst hvenær hljómsveitin Tópas á Kirkjubæjarklaustri starfaði en það var hugsanlega á löngu tímabili, og jafnvel með hléum.

Meðlimir sveitarinnar voru Bjarni Jón Matthíasson, Pálmi Sveinsson, Gunnar Þór Jónsson og Einar Andrésson, engar upplýsingar er hins vegar að finna um hljóðfæraskipan og eru slíkar upplýsingar sem allar aðrar um þessa sveit vel þegnar.