Rúbín kvartett (1957-58)

Rúbín kvartett

Rúbín kvartett

Rúbín kvartett mun hafa verið starfandi á Akureyri veturinn 1957-58.

Reynir Sigurðsson sem að öllum líkindum lék á víbrafón, Edwin Kaaber bassaleikari, Þórarinn Ólafsson píanóleikari og Óðinn Valdimarsson trommuleikari skipuðu sveitina en sá síðast nefndi átti síðan eftir að verða söngvari sveitarinnar. Ekki liggur fyrir hvort annar trymbill kom í stað Óðins eða hvort hann söng á bak við trommusettið. Anna María Jóhannsdóttir söng eitthvað sem Rúbín kvartett þennan vetur, en sveitin lék mestmegnis norðan heiða.

Svo virðist sem Rúbín kvartettinn hafi ekki starfað lengur en Óðinn hóf að syngja með Atlantic kvartettenum um haustið 1958.