Rjúkandi (1991-)

Rjúkandi

Rjúkandi

Rjúkandi er sönghópur eða kór frá Ólafsvík sem var nokkuð áberandi um tíma en hefur farið minna fyrir hin síðustu ár.

Helgi E. Kristjánsson þáverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Ólafsvík hafði forgöngu um stofnun kórsins vorið 1991 en hópurinn samanstóð af sjómönnum úr Ólafsvík, um fimmtán manns.

Meðan Helgi starfaði vestanlands var Rjúkandi nokkuð virkur og til að mynda voru þeir duglegir að koma fram á tónleikum, aðallega á heimaslóðum. Hann var líka allt í öllu þegar plata með sjómannatengdum lögum kom út með kórnum árið 1994. Platan bar nafn kórsins og hlaut ágætar viðtökur.

Á þessum fyrstu árum var Rjúkandi nokkur virkur en síðan fór mun minna fyrir hópnum og svo virðist sem starfsemi hans hafi legið niðri á löngum köflum, reyndar svo mjög að mjög fáar upplýsingar er að finna um kórinn síðustu árin.

Rjúkandi virðist þó aldrei hafa verið lagður alveg niður.

Efni á plötum