Rosie (1971-72)

engin mynd tiltækRosie var skammlíf hljómsveit sem skartaði þekktum tónlistarmönnum.

Sveitin sem ýmist var nefnd Rosie, Rosy eða jafnvel Rozy, var stofnuð á höfuðborgarsvæðinu haustið 1971. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru Jón Ólafsson bassaleikari og Gestur Guðnason gítarleikari sem báðir komu úr Töturum sem þá var nýhætt, Eiður Eiðsson söngvari sem hafði komið úr Pops og Ólafur Sigurðsson trymbill úr Tilveru sem þá var einnig nýhætt störfum. Eiður söngvari staldraði styst við í þessu samstarfi, hætti í janúar 1972 og kom þá annar Tilveru-liði, söngvarinn Herbert Guðmundsson, í hans stað.

Tveir mánuðir liðu áður en Herbert og Jón yfirgáfu sveitina og svo virðist sem það hafi verið banabiti sveitarinnar, að minnsta kosti fengust ekki nýir aðilar í stað þeirra. Líftími Rosie var því um það bil sex mánuðir.