Sunshine (1974)
Hljómsveit sem ýmist var kölluð Sunshine eða Sólskin starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1974, og lék þá töluvert á dansleikjum. Sveitin náði á sínum stutta starfstíma að senda frá sér tvö lög á safnplötu. Sunshine/Sólskin var stofnuð vorið 1974 og voru meðlimir hennar Herbert Guðmundsson söngvari, Ólafur Kolbeins Júlíusson trommuleikari, Hannes Jón Hannesson gítarleikari,…