Stofnþel (1970-75)

Stofnþel1970

Stofnþel 1970

Sögu hljómsveitarinnar Stofnþels má skipta í tvö tímabil, raunar má tala um tvær sveitir sem báðar störfuðu stutt.

Fyrri sveitin var stofnuð sumarið 1970 og hafði að geyma þá Sævar Árnason gítarleikara, Herbert Guðmundsson söngvara, Kristmund Jónasson trommuleikara, Magnús Halldórsson orgelleikara og Gunnar Hermannsson bassaleikara.

Þessi fyrri útgáfa sveitarinnar starfaði einungis til jóla sama ár þegar Gunnar og Herbert hættu og gengu til liðs við Tilveru. Sveitin hætti þá og ekkert útlit var fyrir annað.

Þrjú ár liðu og Kristmundur trommuleikari hinnar fyrri útgáfu sveitarinnar stofnaði nýja sveit undir sama nafni, það var haustið 1974. Þessi síðari útgáfa Stofnþels starfaði jafn stutt og hin fyrri, fram á vor 1975 og hætti þá endanlega þegar Sigurður Kr. Sigurðsson söngvara sveitarinnar bauðst að ganga í Eik, hann varð síðar þekktastur fyrir að syngja lagið Íslensk kjötsúpa auk þess að vera liðtækur munnhörpuleikari.

Aðrir meðlimir Stofnþels hinnar síðari voru Tryggvi Júlíus Hübner gítarleikari, Kristinn Ingi Sigurjónsson bassaleikari og Magnús Finnur Jóhannesson gítarleikari sem söng einnig.