Stjörnur [1] (1966-70)

Stjörnur[1] 19691

Stjörnur 1969

Hljómsveitin Stjörnur úr Mosfellssveit starfaði um nokkurra ára tímabil, líklega á árunum 1966-70.

Stjörnur hafði að geyma meðlimi á skólaaldri en hún kom m.a. fram í Stundinni okkar í Sjónvarpinu á þessum árum.

Meðlimir sveitarinnar voru Jón Haraldsson söngvari, Sigurjón Ásbjörnsson orgelleikari, Árni Guðnason sólógítarleikari, Sigurður Andrésson bassaleikari, Bjarni Snæbjörn Jónsson sem einnig var bassaleikari, Pétur Thors ryþmagítarleikari og Stefán Ómar Jónsson trommuleikari. Ætlunin var að sveitin hefði tvo bassaleikara innanborðs en sú tilraun stóð stutt, Sigurður mun þá hafa leikið á harmonikku en einnig lék Bjarni eitthvað á píanó. Árið 1969 gekk sveitin undir nafninu Stjörnur ´69 en þá gæti hún hafa verið tríó Péturs, Árna og Jóns.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um mannabreytingar í Stjörnum.