Afmælisbörn 15. desember 2016

Ragnheiður Gröndal

Ragnheiður Gröndal

í dag eru skráð tvö afmælisbörn, þau eru þessi:

Söngvarinn Herbert Guðmundsson (Hebbi) er sextíu og þriggja ára í dag. Hann var áður söngvari fjölmargra hljómsveita eins og Pelican, Eikur, Raflosts, Tilveru, Sólskins, Ástarkveðju, Stofnþels og Kan svo nokkrar vel valdar séu nefndar en þekktastur er hann þó fyrir sólóferil sinn, fyrst og síðast skal þar nefndur stórsmellurinn Can‘t walk away (1985). Herbert hefur gefið út nokkrar sólóplötur og nýlega var frumsýnd um hann heimildamynd.

Ragnheiður Gröndal söngkona er þrjátíu og tveggja ára, hún hefur sungið marga stórsmelli á þeim ríflega tíu árum sem hún hefur verið í sviðsljósinu en hún vakti fyrst almenna athygli fyrir lag Páls Torfa Önundarsonar, Ferrari í undankeppni Eurovision og Ást eftir Magnús Þór Sigmundsson, bæði árið 2003. Síðan þá hefur hún átt stórt pláss í þjóðarhjartanu, og sungið fjölmörg lög sem hafa notið vinsælda. Ragnheiður hefur gefið út fjölda sólóplatna.