Rafmagnaðir tónleikar með Guitar Islancio

trio-islancio-2016Það átti enginn von á þessu.

Þeir Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarsson og Jón Rafnsson í Guitar Islancio verða með rafmagnaða tónleika í orðsins fyllstu merkingu á Café Rosenberg föstudagskvöldið 16. desember. Kl 22:00. Þeir eru rokkhundar inn við beinið og ætla að sýna það og sanna, enda komnir með trommara, hann Fúsa Óttars.

Guitar Islancio ætla að bjóða upp á rafmagnað rokk, kraftmikinn blús og hvaðeina á tónleikunum sem ekki má láta fram hjá sér fara enda viðburður sem talað verður um næstu árin.

Það þótti merkilegt þegar Dylan varð rafmagnaður, það er enn merkilegra að Guitar Islancio rafmagnist og þetta verður ekkert instumental dæmi – ónei, söngur og allt!