The Robots (1972-74)

engin mynd tiltækHljómsveitin The Robots var hálfgerð hliðarútgáfa Hljómsveitar Elfars Berg sem starfaði á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar.

Sextett Jóns Sigurðssonar hafði spilað nokkuð á Keflavíkurflugvelli hjá bandaríska hernum, í þeirri sveit höfðu þeir Stefán Jónsson, Arthur Moon, Berti Möller og Elfar Berg verið en þeir höfðu einnig skipað kjarnann í Lúdó sextett nokkrum árum áður. Þeir félagar kölluðu sig um tíma Hljómsveit Elfars Berg eftir að sextett Jóns lagði upp laupana en 1972 hófu þeir að leika undir nafninu The Robots. Ekki er ljóst hverjir aðrir skipuðu sveitina en söngvararnir Valur Emilsson og Anna Vilhjálms sungu með The Robots um tíma, hugsanlega bæði á sama tíma. Valur gæti einnig hafa leikið á gítar í sveitinni.

The Robots léku á Vellinum uns Lúdó og Stefán tóku aftur til starfa 1974 og hófu sitt síðara tímabil.