Rokkarnir (1963-64)

engin mynd tiltækRokkarnir var líklega ein fyrsta hljómsveitin sem starfrækt var í Kópavoginum en á þeim árum var þéttbýli að myndast á svæðinu. Reyndar var ekki um eiginlega hljómsveit að ræða heldur þjóðlagatríó.

Vettvangurinn var Gagnfræðiskólinn í Kópavogi og meðlimir tríósins voru þeir Halldór Fannar (Valsson), Ólafur Þórðarson og Guðmundur Einarsson (síðar þingmaður Bandalags jafnaðarmanna og Alþýðuflokksins), þeir félagar léku á gítara og sungu líklega mestmegnis amerísk þjóðlög. Þannig skipað lék tríóið á opinberum vettvangi í nokkur skipti veturinn 1963-64 en þegar fjórði meðlimurinn, Jón Bragi Bjarnason slóst í hópinn breytti sveitin til og tók upp nafnið Kviðagilskvartettinn.

Sveitirnar tvær, Rokkarnir og Kviðagilskvartettinn eru ævinlegar nefndar sem undanfari Ríó tríós en Halldór Fannar og Ólafur gegndu þar lykilhlutverki.