Blönduvision [tónlistarviðburður] (1985-)

Frá Blönduvision 1987

Hin árlega söngvakeppni Grunnskólans á Blönduósi, Blönduvision hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess í skólastarfi bæjarins en hún er haldin snemma á vorin í tengslum við árshátíð skólans.

Ekki er alveg ljóst hvenær Blönduvision var fyrst haldin, heimildir um hana finnast frá árinu 1985 en saga keppninnar gæti verið fáeinum árum lengri. Fyrirkomulagið hefur lengst af verið á þann hátt að hver bekkur á fulltrúa í keppninni og er því haldin eins konar undankeppni fyrir hina eiginlegu söngvakeppni.

Eins og rétt er hægt að ímynda sér hefur Blönduvision alið af sér fullt af hæfileikafólki í söng og m.a. má nefna þar söngkonuna Ardísi Ólöfu Víkingsdóttur sem margir muna eftir úr Idol söngvarakeppninni og víðar reyndar.