Statíf (1987)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Statíf sem starfaði árið 1987 á norðanverðu landinu, að öllum líkindum á Blönduósi.

Statíf keppti í hljómsveitakeppninni sem haldin var á útihátíðinni í Atlavík um verslunarmannahelgina það sumar en upplýsingar vantar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma o.s.frv.