Stay free [2] (1982)

Hljómsveit sem bar nafnið Stay free starfaði á Blönduósi árið 1985 en þá um haustið lék hún á dansleik sem haldinn var í félagsheimilinu á Blönduósi af Kaupfélagi Húnvetninga en tilefnið var 100 ára afmæli Samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi.

Engar frekari upplýsingar finnast hins vegar um þessa sveit og er því hér með óskað eftir þeim.