Stay free [1] (um 1980)

Í kringum 1980 var starfrækt hljómsveit við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði undir nafninu Stay free (einnig ritað Stayfree). Engar frekar upplýsingar er að finna um þessa sveit en þær væru vel þegnar, þ.e. er varða meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira sem þykir eiga heima í slíkri umfjöllun.

Stay free [2] (1982)

Hljómsveit sem bar nafnið Stay free starfaði á Blönduósi árið 1985 en þá um haustið lék hún á dansleik sem haldinn var í félagsheimilinu á Blönduósi af Kaupfélagi Húnvetninga en tilefnið var 100 ára afmæli Samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi. Engar frekari upplýsingar finnast hins vegar um þessa sveit og er því hér með óskað eftir þeim.

Stay free [3] (1985)

Unglingahljómsveitin Stay free frá Hafnarfirði var starfrækt haustið 1985 var þriðja hljómsveitin sem bar þetta annars ágæta nafn hér á landi á aðeins fimm ára tímabili, ástæðan fyrir því var að á þeim árum voru dömubindi undir þessu nafni grimmt auglýst í sjónvarpi. Stay free sigraði hljómsveitakeppni sem haldin var í Hafnarfirði og vann þar…