Stay free [3] (1985)

Unglingahljómsveitin Stay free frá Hafnarfirði var starfrækt haustið 1985 var þriðja hljómsveitin sem bar þetta annars ágæta nafn hér á landi á aðeins fimm ára tímabili, ástæðan fyrir því var að á þeim árum voru dömubindi undir þessu nafni grimmt auglýst í sjónvarpi.

Stay free sigraði hljómsveitakeppni sem haldin var í Hafnarfirði og vann þar titilinn „unglingahljómsveit Hafnarfjarðar“, meðlimir sveitarinnar voru þeir Davíð Magnússon, Jón Gestur Sörtveit, Kolbeinn Björnsson og Höskuldur Hauksson en aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir um þessa sveit s.s. um hljóðfæraskipan.