Trygg recordings [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1977-82)

Trygg recordings var hljóðvinnslu- og útgáfufyrirtæki sem hljóðmaðurinn Tryggvi Tryggvason starfrækti í Norwich í Bretlandi, á árunum 1977 til 82 að minnsta kosti.

Litlar upplýsingar er að finna um Trygg recordings en nokkrar íslenskar plötur komu út á vegum fyrirtækisins, plöturnar Íslenzk einsönglög með Garðari Cortes og Krystynu Cortes, Íslenzk þjóðlög og ættjarðarlög o.fl. með Kór Söngskólans í Reykjavík, Ljós og hljómar og Öld hraðans með Hamrahlíðarkórnum og stórvirkið Messías með Pólýfónkórnum voru meðal platna sem voru teknar upp og gefnar út á vegum þess en einnig komu út plötur í Bretlandi (og jafnvel víðar) á vegum Trygg recording meðan það starfaði og hét.