Traustur og Tryggur (1999-2001)

Fólkið á bak við Traust og Trygg

Hljómdiskar með Ævintýrum Trausts og Tryggs komu út á geislaplötum og snældum um tveggja ára skeið í kringum aldamótin á vegum Heimsljóss, og nutu vinsælda hjá yngri kynslóðunum.

Leikararnir Felix Bergsson og Gunnar Helgason fluttu þar leikþætti með söngvum ásamt tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni en sá síðast nefndi annaðist allan tónlistar- og upptökuþáttinn. Einnig var leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir þeim félögum innan handar á nokkrum platnanna.

Plöturnar um Traust og Trygg voru skemmtiefni með tónlist og innihélt hollan boðskap fyrir börn. Alls komu út tuttugu og ein plata með þeim félögum og voru þær seldar í áskrift í Hljóðklúbb barnanna sem útgáfufyrirtækið Heimsljós stóð fyrir.

Efni á plötum