Trausti Thorberg (1927-2021)

Trausti Thorberg

Gítarleikarinn Trausti Thorberg var meðal þekktustu gítarleikurum landsins um miðja öldina og lék með mörgum af þekktustu sveitum þess tíma.

Trausti Thorberg Óskarsson fæddist 1927 og var að hluta til sjálfmenntaður gítarleikari, hann lærði þó eitthvað lítillega m.a. af móður sinni en það varð ekki fyrr en löngu síðar að hann fór í formlegt gítarnám og lauk burtfararprófi árið 1985. Hann fékkst ennfremur við gítarkennslu samhliða öðrum verkefnum.

Trausti var hárskeri að mennt og starfaði aldrei sem tónlistarmaður eingöngu, hann rak um tíma rakarastofu og einnig um tveggja áratuga skeið ljósmyndavöruverslun en hann var áhugaljósmyndari.

Trausti lék með fjölda hljómsveita á sínum tíma, sú fyrsta var líklega Hljómsveit Þóris Jónssonar sem starfaði aðallega á Hótel Borg, en síðar lék hann með sveitum eins og KK sextett (fyrstu útgáfu þeirrar sveitar), Hljómsveit Björns R. Einarssonar, Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar, Krummakvartettnum svokallaða, Neistum (hljómsveit Karls Jónatanssonar) og Hljómsveit Carls Billich en með þeirri sveit lék hann inn á nokkrar plötur. Trausti starfrækti ennfremur eigin sveitir um tíma.

Trausti lést vorið 2021.