Tríó Örvars Kristjánssonar (1969-71)

Á árunum 1969 til 71 starfrækti harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson tríó í eigin nafni en það tríó lék aðallega í Sjálfstæðishúsinu (Sjallanum) á Akureyri.

Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar hverjir skipuðu tríóið með Örvari en söngkonan Saga Jónsdóttir var söngkona þess.