Afmælisbörn 28. janúar 2018

Telma Ágústsdóttir

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum er á skrá Glatkistunnar í dag:

Söngkonan Telma Ágústsdóttir fjörutíu og eins árs gömul á þessum degi. Telma varð landsfræg á einu kvöldi þegar hún söng Eurovision framlag Íslendinga Tell me! ásamt Einari Ágústi Víðissyni árið 2000 en hún var þá söngkona hljómsveitarinnar Spur. Telma er dóttir Ágústs Atlasonar í Ríó tríó.