Tónar og tal [annað] (1960)

Ein „plötubókanna“ fjögurra

Strangt til tekið er ekki rétt að tala um safnplöturöð í þessu samhengi en Tónar og tal var í formi fjögurra platna og bóka sem gefin voru út haustið 1960, og innihéldu sígild ævintýri. Um var að ræða ævintýrin um Rauðhettu, Mjallhvíti og dvergana sjö, Hans og Grétu og Þyrnirós, annars vegar í bókaformi og hins vegar með upplestri Lárusar Pálssonar leikara í plötum.

Ingvar Helgason mun hafa verið útgefandi Tóna og tals.

Efni á plötum