Trad kompaníið (1978-84)

Trad kompaníið

Trad kompaníið (Traditional kompaníið) var hljómsveit áhugamanna um djasstónlist sem kom reglulega saman og spilaði dixieland tónlist. Sveitin kom einkum fram fram á sjúkrastofnunum, skólum og þess háttar stöðum en spilaði einnig stundum á hefðbundnari tónleikastöðum. Einnig var gerður hálftíma tónlistarþáttur um sveitina sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu 1981.

Meðlimir Trad kompanísins voru Kristján Magnússon píanóleikari, Ágúst Elíasson trompetleikari, Helgi Kristjánsson gítar- og banjóleikari, Friðrik Theódórsson bassaleikari og söngvari, Júlíus Kr. Valdimarsson klarinettuleikari, Sveinn Óli Jónsson trommuleikari og Þór Benediktsson básúnuleikari. Einnig komu Bragi Einarsson klarinettuleikari og Guðmundur R. Einarsson trymbill við sögu sveitarinnar á síðari tímaskeiði hennar.