Trelle raksó (1990)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Trelle raksó sem starfaði sumarið 1990.

Að öllum líkindum var sveitin skammlíf en meðal meðlima hennar var Bjarni Þórðarson (Bjarni móhíkani).

Nafn sveitarinnar vísar til Óskars Ellerts Karlssonar (Trelle raksó afturábak) en hann er þekktur utangarðsmaður sem gengur undir nafninu Skari skakki.

Allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.