Tré (1996)

Tré

Hljómsveitin Tré birtist skyndilega með plötu fyrir jólin 1996 en sveitin hafði þá ekki beinlínis verið áberandi í íslensku tónlistarlífi.

Tré var tríó sem hafði tveim árum áðum keppt í Músíktilraunum Tónabæjar undir nafninu Man og var þar kjörin athyglisverðasta sveit tilraunanna það árið en tónlist hennar var tilraunakennd, meðlimir sveitarinnar voru Steinar Gíslason söngvari og gítarleikari, Birgir Thorarensen söngvari og bassaleikari og Valdimar Kristjánsson trommuleikari.

Platan sem bar nafnið Jarðsími fékk ekki mikla athygli enda fylgdi Tré henni lítið sem ekkert eftir, hún fékk þó sæmilega dóma í DV og ágæta í Morgunblaðinu.

Ekki liggur fyrir hvort sveitin starfaði áfram eftir útgáfu plötunnar.

Efni á plötum