Tríó Birgis Gunnlaugssonar (1975)

Tríó Birgis Gunnlaugssonar

Tríó Birgis Gunnlaugssonar var skammlíf sveit, stofnuð sumarið 1975 upp úr Bítlunum sem Birgir Gunnlaugsson hafði þá starfrækt um tíma.

Þeir Grétar Guðmundsson trommuleikari og Gunnar Bernburg höfðu verið með Birgi í Bítlunum en líklega fylgdi hvorugur þeirra yfir í nýju sveitina, Jón I. Óskarsson trommuleikari og Albert Pálsson hljómborðsleikari léku hins vegar með Birgi í tríóinu og sjálfur annaðist hann söng og gítarleik.

Líklega starfaði Tríó Birgis Gunnlaugssonar einungis í fáeina mánuði.