Allir sveinar af stað

Allir sveinar af stað
(Lag / texti: erlent lag / Hafliði Guðmundsson)

Dúm, dúm, dúm, dú dú dúm, dúm, dúm.

Og ljúfar fagrar konur frá Köldu-lindum
gegn kulda okkar verja einnig regni og vindum.
Í skála okkar bjóða með blíðum kvenna róm,
og buddan full sem inn fer, fer þaðan aftur tóm.
Syngur tromma og tromma, gæt að, gæt að, gæt að,
fa-la-la-la, allir sveinar af stað.

Og ljúfar fagrar konur frá Köldu-lindum
gegn kulda okkur verja einnig regni og vindum.
Svo kuldinn eigi þjaki við flettum fjósamann
strax fínum ullarklæðum sem passa illa á hann.
Syngur tromma og tromma, gæt að, gæt að, gæt að,
fa-la-la-la, allir sveinar af stað.

Og ljúfar fagrar konu frá Köldu-lindum
gegn kulda okkur verja einnig regni og vindum.
Loks að unnum degi, svo allir fái frið,
mun fjandinn stöðva slagsmál og minnka áfengið.
Syngur tromma og tromma, gæt að, gæt að, gæt að,
fa-la-la-la, allir sveinar af stað.

Það rykast tómar buddur, og vondur vegurinn.
Æ, verði kóngsa að góðu með Flandern-sigurinn.
Hann í sig löndin hámar og heimtar öll að fá,
en heim bíður kona sem grætur falli ég frá.
Syngur tromma og tromma, gæt að, gæt að, gæt að,
fa-la-la-la, allir sveinar af stað.

Og ljúfar fagrar konur frá Köldu-lindum
gegn kulda okkur verja einnig regni og vindum.
Í skál okkur bjóða með blíðum kvenna róm,
en buddan full sem inn fer, fer þaðan aftur tóm.
Syngur tromma og tromma, gæt að, gæt að, gæt að,
fa-la-la-la, allir sveinar af stað.

Dúm, dúm, dúm, dú dú dúm, dúm, dúm.

[af plötunni Karlakórinn Vísir – Okkar glaða söngvamál]