Fjalladrottning, móðir mín

Fjalladrottning, móðir mín
(Lag / texti Bjarni Þorsteinsson / Sigurður Sigurðsson)

Fjalladrottning, móðir mín,
mér svo kær og hjartabundin.
Sæll ég bý við brjóstin þín,
blessuð aldna fóstra mín.
Hér á andinn óðul sín
öll sem verða á jörðu fundin.
Fjalladrottning, móðir mín,
mér svo kær og hjartabundin.

Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín,
yndislega sveitin mín,
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð daga.
Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.

[m.a. á plötunni Karlakórinn Vísir – Okkar glaða söngvamál]