Ort í sandinn

Ort í sandinn
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hilmir Jóhannesson)
 
Ástarljóð til þín ég yrki í sandinn,
aldan í víkinni stafina þvær.
Burt hafa skolast mín ljóð fyrir lítið,
þeim eyddi  hinn síhviki sær.
Úr fjörunnar sandi þar borgir við byggðum
því bernska við sólinni hlær,
fegurstu drauma og framtíðasýnir
en flóðið það sléttaði þær.
Ástarljóð til þín ég yrki í sandinn,
aldan hún stafina þvær.

Fortíðin geymist í fjörunnar sandi
fegurstu vonir, drauma og þrár.
Ósamið ljóð mitt það lifnaði seinna
og líka mín ógrátin tár.
Háflóðið eyðir, því allt mun það hverfa,
orðvana sandurinn grár.
Alltaf jafnt hýr eins og mynd þín í muna
mér verður um ókomin ár
fortíðin geymist í fjörunnar sandi
fegurstu draumar og þrár.

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Í syngjandi sveiflu]