Vín, borg minna drauma

Vín, borg minna drauma
(Lag / texti: erlent lag / Sverrir Pálsson)

Sú heitasta þrá sem hjarta mitt á,
er að vera nú horfin til þín.
Í gleði og sorg um götur og torg
þar sem glampandi vorsólin skín
og söngfugla hreim er seiddi mig heim
og svellandi valsanna klið.
Á sælunnar stund úti í laufgrænum lund
þar löngum ég undi mér við.
Nú heyri ég sungið lokkandi ljóð
er læsist og æsir vort hold og blóð.

Vín, Vín þú aðeins ein
átt mína þrá bæði skær og hrein,
með glæstum sölum forn og fríð
fegurstu ungmeyja brosin þýð.
Vín, Vín, þú aðeins ein
átt mína þrá bæði skær og hrein.
Glaður ég undi við ástarljóð þín,
þú æskuglaða Vín.

[af plötunni Karlakór Selfoss – Í ljúfum lækjarhvammi]