Saknaðarljóð
(Lag og texti: erlent lag / Sigurður Ágústsson)
Í kvöldsins ró
er sól við fjöllin sest
og sígur húm yfir vorgræna dali,
þá grípur huga minn tregi svo sár,
svo sár, sakna ég mest og þrái hin liðnu ár.
Í kvöldsins ró,
er sól við fjöllin sest
og sígur húm yfir vorgræna dali.
Elfan sem streymir og aldan sem niðar,
í innstu fylgsnum hugans minningar vekur.
Heyrir þú ei,
ást mín, hve á þig ég kalla?
Bergmálsins ljóð
sem bylgjur um hjarta mitt falla.
Í kvöldsins ró,
er sól við fjöllin sest
og sígur húm yfir vorgræna dali.
[af plötunni Karlakór Selfoss – Í ljúfum lækjarhvammi]