Ómar vorsins
(Lag / texti: Sigurður Sigurjónsson / Valdimar Össurarson og Jónas Lilliendahl)
Nú vorar í hjarta, nú vorar í hug,
nú vakna blómin af dvala.
Allt fyllist lífi og lífsins dug
og líknsamar raddir tala.
Nú heyrist ei framar hafsins gnýr,
nú hætta élin að þjóta.
Nú leikur allt sem á landi býr
og lífsins gleði vil njóta.
Nú horfið er vetrar vindsins gnauð,
nú vorið ríkir að nýju.
Nú landið kalt jafnt og sálin snauð
af sólargeislum fær hlýju.
[af plötunni Karlakór Selfoss – Í ljúfum lækjarhvammi]