Við fljúgum
(Lag og texti: Ómar Ragnarsson)
Að fornu og nýju hafa menn til fugla himins litið
og fyllst af hrifninu við vængjatök,
sem hafa lyft þeim upp til skýja
að líta heima nýja
sem hljóma bak við hæstu fjalla þök.
Og það var sagt við manninn:
Flug þér áskapað er ekki,
þú annars hefðir vængi á öxlum þér.
En þegar bræður tveir í Vesturheimi
brutu af sér hlekki
og breyttu því, þeir sungu þetta hér
Við fljúgum, fljúgum, fljúgum
eins og fuglar upp í blámann
og svífum, svífum, svífum yfir storð.
Það er svo ljúft að líða frjáls
og losa sig við hversdagsgrámann.
Já lífsnautn þeirri lýsa engin orð!
Við finnum, finnum kraftinn
þegar flugtak er að hefjast.
Með sælubros þá syngjum við af raust,
er við svo létt til himins lyftumst
og í ljúfum dýfum sviptumst
gætum flogið, flogið, flogið endalaust.
Við svífum milli hamranna
í fögrum djúpum dölum
og dönsum létt og vöggum til og frá.
Við líðum milli skýjanna
í hæstu himnasölum,
gripnir hrifningu frá toppi‘ og oní tá.
Tra ra la la…
Við finnum, finnum kraftinn
þegar flugtak er að hefjast.
Með sælubros þá syngjum við af raust
er við svo létt til himins lyftumst
og í ljúfum dýfum sviptumst,
gætum flogið, flogið flogið endalaust.
Er við svo létt til himins lyftumst
og í ljúfum dýfum sviptumst,
gætum flogið, flogið,
flogið endalaust.
[af plötunni Karlakór Selfoss – Í ljúfum lækjarhvammi]