Tina Rondoni
(Lag / texti: Jónas Tryggvason / Davíð Stefánsson)
Tina Rondoni,
Tina Rondoni, Tina Rondoni.
Ég elska þig Tina Rondoni.
Ég elska þitt umbríska vín.
Ég gaf þér sorg mína og sælu,
söngvar og kvæðin mín.
Skenktu á skál mína á ný,
þótt dimmt sé og dauða hljótt.
Við tvö skulum vaka í nótt
Tina Rondoni, Tina Rondoni.
Ó hversu lífið er ljúft
og auðugt af sælu og sorg.
Stormurinn stráir rósum
um stræti og torg.
Skuggarnir skreyta og fegra gefa lífinu lit.
Það er ást í uglunnar væli
og arnarins þyt.
Ó hversu ljúft er að lifa og brenna,
brenna við brjóstin þín.
Teyga þinn ástar unað, þitt umbríska vín.
Ég elska þig, ég elska þig
Tina Rondoni.
[af plötunni Karlakór Selfoss – Í ljúfum lækjarhvammi]