Skuggabjörg

Skuggabjörg
(Lag / texti: Björgvin Þ. Valdimarsson / Stefán frá Hvítadal)

Manstu gamla marið?
Manstu ólans farið?
Verður hjartað varið?
Vonlaust eina svarið.
Sérðu æviljósið lækka?
Logann flökta‘ um skarið?
Sérðu rökkvann húmið hækka?
Heyrðu! Það var barið.

Yndi bernskuára,
ellikvíðann sára,
lífsins gullnu gára
gleypir tímans bára.
Liðin stund er manni mörgum
minning húms og tára.
Skammt er heim að Skuggabjörgum.
Skellum undir nára.

[af plötunni Karlakór Selfoss – Í ljúfum lækjarhvammi]