Einbúinn í Hvítá
(Lag / texti: Guðmundur Jóhannsson / Guðjón Halldórsson)
Hann stendur einn gegn straumi
og starir í vatnið grátt,
er býr yfir miklum mætti
og magnast dag og nátt.
Hann geymdi forðum gróður
og gullin lífsins blóm.
Þá átti hann unaðsangan
og indælan söngvahljóm.
Nú ertu fuglar flognir burt
og fölnuð blómin hans
og hnýtir ei heilagt vorið
um höfuðið bjartan krans.
Hver veit hvað einbúann angrar
svo ákaft um kvöldin löng?
Í fjarska lítur hann ljómann
og ljúfan heyrir söng.
Hans líf er að veitast því valdi
er vill hann í sundur mola,
því mun hann síðan dauðadóm
svo dapran verða að þola.
[af plötunni Karlakór Selfoss – Í ljúfum lækjarhvammi]