Dómar heimsins

Dómar heimsins
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson / Jóhannes úr Kötlum)

Dómar heimsins dóttir góð
munu reynast margvíslegir.
Glímdu sjálf við sannleikann
hvað sem hver segir.

Gakktu einatt eigin slóð,
hálir eru hversmanns vegir.
Skeyttu ekki um boð ná bönn
hvað sem hver segir.

Inn í brjóst þitt ein og hljóð
rýndu fast ef röddin þegir.
Treystu á þinn innri mann
hvað sem hver segir.

[m.a. á plötunni Kvennakórinn Ljósbrá – Fljóðaljóð]